Fúsk í byggingariðnaði á Íslandi er víða. Hér fjalla fagmenn um það hvernig má gæta sín og kaupa ekki köttinn í sekknum. Þegar fólk fjárfestir í fasteign, jafnvel nýrri fasteign, eru þær of oft haldnar göllum sem góð verkþekking og hönnun auk vandaðs eftirlits getur komið í veg fyrir.
Tjón og gallar ættu að nema á nýbyggingum um 5-7% en er komið í 20% hér á landi. CE merktar vörur eru ekki trygging á að þær standist íslenskt veðurfar. Tilskipanir Evrópusambandsins eiga hreinlega alls ekki við hvað íslenskar byggingar varðar. Stórtjón eru viðvarandi og endurtaka sig.