GJALDSKRÁ

Gjaldskrá Fasteignatækni ehf – Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023

1.0. ALMENN ÞÓKNUN

1.1.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir Fasteignatækni ehf. nema um annað hafi verið samið.

Ýmsir þættir þjónustunnar falla ekki undir þessa gjaldskrá. Við gjaldtöku í þeim tilvikum er tekið tillit til mismunandi aðstæðna, þ. á. m. eðlis vinnunnar og umfangs, ábyrgðar starfsmanns, hagsmuna viðskiptamanns, vinnuframlags og niðurstöðu málsins. Starfsmenn í þjónustu Fasteignatækni ehf. halda sérstaka skrá yfir vinnustundir við einstök mál, þar sem þóknun ákvarðast ekki eingöngu af hagsmunum.

Hvar, sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin að krónutölu en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, skal líta á fjárhæð þóknunarinnar sem grunngjald, er breytist í samræmi við breytingar á vísitölu og launaþróun.

1.2.

Ákvörðun þóknunnar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að eða þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Eðli verks eða samningur starfsmanns og viðskiptavinar ræður því hvor aðferðin er notuð. Sé þóknun samkvæmt hagsmunatengdri gjaldskrá lægri en nemur þóknun samkvæmt tímaskráningu sbr. 11.1. gr. þá greiðist þóknun fyrir vinnu samkvæmt tímaskráningu.

1.3.

Ávallt er heimilt að víkja til hliðar sérákvæðum gjaldskrár um hagsmuna- og hluttfallstengda þóknun og ákvarða tímagjald þess í stað sbr. 11.1. gr. Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi, getur viðskiptavinur óskað eftir útskrift úr tímaskrá starfsmanns.

1.4.

Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 24%.

1.5.

Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa, skal fasteignasali, þegar óskað er milligöngu hans um kaup eða sölu eignar eða aðra þjónustu samkvæmt lögum þessum, gera skriflegan samning við þann er til hans leitar, hvort sem viðkomandi er kaupandi eða seljandi. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar sömu laga, segir að í samningi skal tilgreint hvaða verkefnum fasteignasali eigi að sinna, hver þóknun hans sé fyrir starfann eða hvernig hún skuli ákveðin og hvaða útlagða kostnað viðsemjandinn eigi að greiða.

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 42/2000, um þjónustukaup, er seljanda heimilt að krefjast greiðslu fyrir vinnu sem innt hefur verið af hendi þótt neytandi afpanti þjónustu, sbr. 35. gr. laganna, svo og fyrir þá vinnu sem nauðsynlegt er að ljúka þrátt fyrir afpöntun. Fjárhæð endurgjalds ber að ákveða með tilliti til heildarverðs fyrir þjónustuna og að öðru leyti með hliðsjón af 28. gr. sömu laga.

2.0. FASTEIGNASALA

2.1.

Fyrir sölu fasteigna í almennri sölu skal seljandi fasteignar greiða þóknun af söluandvirði fasteigna eins og kemur fram í samþykktu kauptilboði/kaupsamningi utan virðisaukaskatts, sbr. ákvæði 1.4. gr. Fyrir sölu fasteigna í einkasölu, þ.e. ekki í sölumeðferð annars fasteignasala skal seljandi fasteignar greiða þóknun af söluandvirði fasteigna eins og kemur fram í samþykktu kauptilboði/kaupsamningi utan virðisaukaskatts, sbr. ákvæði 1.4. gr. Framangreint innifelur ekki annað í sér en gjald fyrir kostnað vegna þriggja funda, gerð tilboðs-, kaupsamnings- og afsals. Fyrir aðra vinnu, markaðskostnað, ótengda skjalagerð, ráðgjöf og þjónustu, þ.m.t. auglýsingar, viðbótarvinnu og þjónustu aðra, skal seljandi greiða fyrir sérstaklega.

2.2.

Fundir skulu almennt ekki taka lengri tíma en eina klukkustund en fyrir fundi umfram þann tíma skulu seljandi og kaupandi, hvor um sig, greiða eftir atvikum þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

2.3.

Gerð verðmats á fasteign skal greiða fyrir sem nemur því tilboði sem gefið er og það unnið innan höfuðborgarsvæðisins eða eftir atvikum á landsbyggðinni. Annars skal greiða þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

2.4.

Fyrir ráðgjöf um síma eða tölvu og í netsamskiptum og á fjarfundum skal greidd þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

3.0. KAUPENDAÞJÓNUSTA

3.1.

Þóknun sem kaupanda ber að greiða fyrir þjónustu, skjalagerð og ráðgjöf skal reiknast af virði fasteignar skv. kauptilboði/kaupsamningi og skal sérstaklega um slíkt samið ella skal greiða þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1.gr.

3.2.

Fyrir ráðgjöf á fundum, um síma eða tölvu og í netsamskiptum og á fjarfundum skal greiða þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

4.0. GERÐ EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGA

4.1.

Þóknun fyrir gerð eignaskiptayfirlýsinga er skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr. Hér er átt við skoðun eignar, uppmælingu, fundarhöld með eigendum og öðrum er málið varðar, beint eða óbeint, s.s. eins og leigjendum, opinberum aðilum, húsvörðum, fagaðilum o.fl.

4.2.

Fyrir ráðgjöf um síma eða tölvu og í netsamskiptum og á fjarfundum skal greidd þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

5.0. FASTEIGNATENGD FJÁRMÁLA- OG REKSTRARÞJÓNUSTA

5.1.

Fyrir fasteignatengda fjármála- og rekstrarþjónustu, ráðgjöf um síma eða tölvu og í netsamskiptum og á fjarfundum skal greidd þóknun skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

6.0. HÚSFÉLAGAÞJÓNSUTA OG UMSÝSLA HÚSFÉLAGA

6.1.

Við gerum föst tilboð til húsfélaga um heildarlausn í rekstri. Um er að ræða daglegan rekstur húsfélaga þar sem gætt er hlutlausra og faglegra vinnubragða. Að baki þjónustunni liggur áratuga reynsla af rekstri fasteigna, löggilding í faginu og yfirgripsmikil þekking við lausn ágreiningsmála. Við sjáum um bókhaldið, innheimtu og gjaldkerastörf, allt eftir því sem um semst og þörf er á. Við höldum utan um fjármálin, höldum aðalfundi og getum séð um útboð vegna viðhalds og rekstur. Leitið tilboða, við höfum lausnir sem sníða má að þínu húsfélagi: Fasteignatækni

7.0. EIGNAUMSÝSLA – LEIGUEIGNIR OG LEIGUFÉLÖG

7.1.

Gerð leigusamninga og umsjón með leigufélögum. Um er að ræða daglegan rekstur leigufélaga þar sem gætt er hlutlausra og faglegra vinnubragða. Að baki þjónustunni liggur áratuga reynsla af leigu og rekstri fasteigna og yfirgripsmikil þekking við lausn ágreiningsmála. Við sjáum um bókhaldið, innheimtu, gjaldkerastörf og annað sem um semst og þörf er á. Við höldum utan um fjármálin, innheimtu og getum séð um rekstur leigufélaga. Leitið tilboða, við höfum lausnir sem sníða má að þinni leigueign eða leigufélagi: Fasteignatækni

8.0. STOFNUN FÉLAGA

8.1.

Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félags er samið um hverju sinni auk þóknunar skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

9.0. ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF

9.1.

Þóknun fyrir gerð skuldabréfa og tryggingarbréfa er samið um hverju sinni auk þóknunar sem hlutfalli í prósentum (%) af allri fjárhæð verðbréfsins. Skal fjárhæð þessi þó aldrei nema lægri fjárhæð en kr. 250.000,-.

9.2.

Þóknun fyrir veðleyfi, veðbandslausn, skuldbreytingar, umboð og ýmsar umsóknir er samið um hverju sinni auk þóknunar skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr.

9.3.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er grunngjald og samið um það hverju sinni auk þóknunar skv. tímaskráningu, sbr. 11.1. gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

10. KAUP OG SALA – SKOÐUN OG VERÐMAT

10.1. Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við kaup og sölu fasteigna skal miðast við umsamda þóknun, annars unna vinnutíma og tímagjald, þ.e. sé ekki um annað samið, sbr. grein 11.1. Miða skal við tímagjald, sbr. gr. 11.1., sé ekki samið skriflega um fasta þóknun eða samið sérstaklega um neðangreint upptalið með skriflegum hætti:

  • Sala fasteigna, þó ekki sumarhús, lóðir og jarðir, sem eru í almennri sölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala fasteigna, þó ekki sumarhús, lóðir og jarðir, sem eru í einkasölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala sumarhúsa sem eru í almennri sölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala sumarhúsa sem eru í einkasölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala leigulóða og frístundalóða sem eru í almennri sölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala leigulóða og frístundalóða sem eru í einkasölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala sala jarða stærri en 50.000 fm (5 hektarar) sem eru í almennri sölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Sala sala jarða stærri en 50.000 fm (5 hektarar) sem eru í einkasölu er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Aðstoð við kaup fasteigna er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Aðstoð við kaup skipa er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Aðstoð við kaup atvinnufyrirtækja er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hlutafjár hverju sinni auk virði birgða og/eða núvirði frjáls fjárflæðis skv. samþykktri rekstraráætlun af fyrir næstu 5-10 ár, núvirt með árlegri ávöxtunarkröfu eigi hærri en 3,5%, auk birgða, þá tölu sem reynist hærri í krónum talið.
  • Sala bifreiða eða annars lausafjárs sem sett er uppí kaupverð fasteigna er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni;
  • Endursala eignar, sem áður hefur verið seld í makaskiptum er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni.

Þóknun fyrir gerð einstaks kaupsamnings eða afsals er að lágmarki kr. 350.000,- og er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði hverju sinni. Eftir atvikum getur þetta farið eftir umfangi verks.

Söluþóknun, um fasta hlutfallslega þóknun samið, innifelur m.a. gerð kauptilboðs, kaupsamnings og afsals. Slíkt á ekki við sé um að ræða

10.2. Þóknun fyrir verðmat og skoðun, þ.m.t. ástandsskoðun, á fasteignum

Þóknun fyrir skriflegt verðmat sem er unnið skv. tímagjaldi skal vera skv. 11.1. gr., auk aksturskostnaðar sem heimilt er að innheimta með hliðsjón af reglum fjármálaráðuneytisins um aksturkostnað og dagpeninga, en að lágmarki:

  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 0-200 fermetrar.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 200-500 fermetrar.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 500-1000 fermetrar.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði stærra en 1000 fermetrar.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir byggingalóðir.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir frístunda- og sumarhús ásamt lóðum eða landi.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir frístundajarðir með mannvirkjum og hlunnindum og landspildur.
  • Umsamin föst krónufjárhæð fyrir bújarðir með kvóta, mannvirkjum og hlunnindum.

10.3. Makaskipti

Við makaskipti, þegar fasteign er seld og tekin önnur fasteign á móti upp í með milligjöf eða án, er þóknun samkvæmt því er fram kemur í 10.1. gr. ef ekki um annað hefur verið samið.

Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar samkvæmt söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist eigin kaupsamning og eftir atvikum afsal.

10.4.

Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við eignaskipti þegar hvorug eignin er á söluskrá og kaup hafa átt sér stað utan fasteignasölunnar er er umsamið prósentuhlutfall (%) af söluverði fasteignar hverju sinni og skráðs skips og einnig umsamið prósentuhlutfaall (%) af söluverði lausafjár en þó aldrei lægri en kr. 350.000,- hvað allt framangreint varðar.

11. TÍMAGJALD

11.1.

Tímagjald er um samið hverju sinni. Ákvörðun um fjárhæð gjaldsins innan þeirra marka fer eftir þeim hagsmunum sem verki eru tengdir, ábyrgð starfsmanns, starfsreynslu hans og sérþekkingar, verkhraða og niðurstöðu máls. 1/4 úr klukkustund gjaldfærist fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. Skal tímagjald aldrei nema lægri fjárhæð en kr. 18.850,- fyrir hverja unna klukkustund auk álags skv. grein 13.1. eftir því sem við á hverju sinni.

11.2.

Í tímagjaldinu er innifalin ýmis nauðsynlegur skrifstofukostnaður svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar, póstburðargjöld, net- og tölvuvinnsla hvers konar.

12. ALMENN ÁKVÆÐI

12.1. Umsýslugjald

Kaupandi fasteignar greiðir umsamið fast gjald í krónum fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

12.2. Auglýsingar

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

12.3. Myndataka

Kostnað við myndatöku fasteignar skal viðskiptamaður greiða fast umsamið krónugjald.

13. ÝMIS ÁKVÆÐI

13.1.

Heimilt er að reikna allt að 50% álag á þóknanir sem lýst er í gjaldskránni ef verkefni krefst aukinnar vinnu innan sem utan reglulegs vinnutíma eða á helgidögum, vinna fer fram í öðru landi, á erlendu tungumáli eða hraða þarf afgreiðslu sérstaklega. Einnig ef verulegir hagsmunir vinnast.

13.2.

Tímagjald og aðrar fjárhæðir í gjaldskránni breytast í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

13.3.

Heimilt er að krefjast þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun og útlagðan kostnað, þegar til hans er stofnað og greiðslur upp í þóknun, eftir því sem verki miðar.

13.4.

Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, þar með talinn kostnað við akstur og ferðalög þ.m.t. dagpeninga. Ýmis kostnaður sem fellur til á skrifstofunni og erfitt er að sérgreina svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld er að öllu jafnaði innifalinn í þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari. Leggi Fasteignatækni ehf út fyrir útlögðum kostnaði er Fasteignatækni ehf heimilt að leggja allt að 50% álag ofan á umsamda fjárhæð.

13.5.

Heimilt er að gjaldfæra óvenjmikla notkun síma, bréfsíma, ljósritunarvélar eða annara skrifstofutækja í þágu viðskiptamanns. Sama á við um póstburðargjöld og annað slíkt.
Heimilt er að gjaldfæra kr. 880,- fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu, þetta gjald fylgir gjaldskrá sýslumannsembætta vegna ljósritunar og breytist í samræmi við breytingar þar. Sama gjald er heimilt að gjaldfæra vegna afritunar og afhendingar gagna með rafrænum hætti fyrir hverja blaðsíðu.

13.6.

Heimilt er að gjaldfæra vegna uppflettinga sem hér segir auk álags skv. gr. 13.1.:

  • Veðbókarvottorð föst krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Vanskilaskrá krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Hlutafélagaskrá krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Eignakönnun krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Skönnuð skjöl krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Uppfletting í FMR krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;
  • Áreiðanleikakönnun krónufjárhæð að kostnaðarverði auk álags;

13.7.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023.


Áskilinn er réttur til þess að endurskoða gjaldskrá þessa reglulega og hún tekur breytingum mánaðarlega skv. ákvæðum 14.1.gr.

14. VERÐLAGSBREYTINGAR

14.1.

Öll verð fyrir þjónustu skv. gjaldskrá þessari skulu taka breytingar skv. vísitölu neysluverðs m.v. grunnvísitölu 560,9 fyrir janúarmánuð 2023.